4D Compact Multi Tip Línukerfi

4D Compact Multi Tip er línukerfi sem sniðið er fyrir switch-stangir og tvíhendur á bilinu 11-14 fet. Kerfið er hannaða fyrir litlar og meðalstórar ár og því kjörið til notkunar á Íslandi. Uppbygging línukerfisins er það sama og í heilum skothausum, en er hér í raun þrír skothausar í einum.

27.900kr.
8.370kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

4D Compact Multi Tip samanstendur af  grunnlínu (e. body), þ.e flotlínu sem er 5-5,4 metrar að lengd auk þriggja úrskiptanlegra enda (e. tip). Endarnir eru flot, sökkhraði S1/S3 og sökkhraði S3/S5, hver og einn þeirra er merktur sérstaklega og koma í þar til gerðu veski. Athugið að SH stendur fyrir „Single Hand“ en DH fyrir „Double Hand“.

Bæði grunnlína og endar koma með tilbúnum lykkjum svo auðvelt er að skipta t.d. úr flotenda yfir í sökkenda. Allir endar eru litakóðaðir og tengjast grunnlínunni á einfaldan hátt „litur í lit“. Með 4D Compact Multi Tip má nota eina línu á stöngina og skipta endunum út eftir því hvort veiða á djúpt eða í yfirborði. Línukerfið er ákaflega einfalt í notkun og gerir fluguköst, með stórum og smáum flugum, mun árangursríkari. Ólíkt mörgum öðrum sambærilegum kerfum fellur línan ekki með miklum látum á vatnsflötinn. Því nýtist hún ekki aðeins í miklum vindi heldur einnig í viðkvæmum aðstæðum, logni og sól.

Hvernig er best að setja upp 4D Compact Multi Tip?
Á flugveiðihjólið kemur undirlína innst, því næst runninglína (s.s. TSL frá Guideline), fyrir framan runninglínu kemur grunnlínan sem fylgir með pakkanum og þar fyrir framan endi, ýmist flot eða sökk. Þá er aðeins eftir að setja taumefni á endann, flugu þar fyrri aftan og byrja að veiða.