Nextcast Zone 2D Skothaus (Flot)

Nextcast Zone 2D er frábær tvíhendulína sem er nokkurskonar sambland af Scandi og Skagit línum. Skothausinn er hugsaður þannig að með honum skulu notast endar, ýmist flot eða sökk. Þannig má nota skothausinn í mismunandi aðstæðum og skipta endunum út eftir hvernig skal veitt.

16.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Nextcast Zone 2D er ein mest selda tvíhendulínan í laxveiðinni í dag. Skothausinn er nokkurskonar sambland af Scandi og Skagit línum. Skothausinn skal notast með 10-15 feta endum, eftir línuþyngd, og fást þeir frá floti niður í sökkhraða 5/7. Best er að nota 12 feta enda á línur sem eru undir 450 grainum, en 15 feta á línur sem eru 475 grain og þyngri. Á stuttar og nettar tvíhendur getur verið heppilegast að nota 10 feta enda.

Zone 2D er frábær lína sem dregur fram það besta í veiðimanninum. Hún nýtist í hverskonar aðstæðum, bæði á styttra og lengra færi. Hún getur lagst mjúklega þegar þörf er á, en henni má einnig kasta mjög langt þegar svo ber undir. Línan er sérlega hentug þegar staðið er djúpt í vatni.

Hvernig á að para línu og stöng?

Segjum sem svo að tvíhenda sé gefin upp fyrir Skagit 500-575 grain. Best er að fara milliveginn þegar notuð er Zone 2D línan, s.s. velja um 550 grain. Þá þarf að taka tillit til endans sem kemur framan á línuna. Hafa ber í huga að 10 feta endar eru 90 grain, 12 feta endar eru 105 grain og 15 feta endar eru 135 grain. Í þessu tilviki væri 450 graina haus valinn og 12 feta, 105 graina, endi. Samanlagt er línan þá 555 grain sem er hæfilegt m.v. uppgefna línuþyngd stangarinnar.