3D+ Compact Skothaus (Flot)

3D+ Compact er stuttur skothaus frá Guideline sem gerir köstin afar þægileg og áreynslulaus. Þessar línur leysa af hólmi eldri gerð Compact-skothausa sem hafa notið mikilla vinsælda á meðal íslenskra veiðimanna. 3D+ Compact er ótrúlega einfalt að kasta, jafnvel þó notaðir séu sökkendar eða stórar og þungar flugur.

15.500kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

3D+ Compact skothausarnir henta frábærlega í íslensk ársvæði en þeir eru gerðir fyrir switch-stangir og tvíhendur í línuþyngdum #6-#10, frá 11 fetum upp að 14 fetum að lengd. Hver skothaus vegur frá 19 – 37 grömm og er 7,6 – 8,7 metrar að lengd eftir línuþyngd. Þrátt fyrir að vera stuttir eru þeir virkilega nákvæmir og falla mjúklega á vatnsflötinn, sem dregur úr líkum á að fiskur styggist.

Skothausarnir halda góðu jafnvægi og kasta þungum og efnismiklum flugum með lítilli fyrirhöfn. Unnt er að ná fram löngum köstum, en hausarnir henta þó einnig á styttra færi sem gerir þá að frábærri alhliða flugulínu. Uppbygging skothausanna gerir línustjórnun mjög einfalda og skilvirka auk þess sem hleðsla stangarinnar verður ákaflega áreynslulaus.

3D+ Compact henta í hefðbundin yfirhandarköst en ekki síður í veltiköstin. Mikilvægt er þó að velja tauma við hæfi, en ráðlegt er að nota frammjókkandi tauma 11-15 fet að lengd. Aftan við skothausinn er mælt með running-línu í samræmi við línuþyngd. Hausarnir koma með tilbúnum lykkjum í báðum endum.

3D+ Compact eru frábærar flugulínur fyrir þá sem vilja alhliða skothaus sem býður upp á mjúklega framsetningu flugunnar, en um leið nákvæm áreynslulaus köst.