Swiftcurrent Expedition Zip-Front eru stórglæsilegar renndar öndunarvöðlur frá Patagonia sem framleiddar eru úr þriggja- og fjögurra laga öndunarefni. Patagonia hefur prófað og þróað H2No® efnið undanfarinn áratug, en það er nú orðið slitsterkara og þjálla en áður. Vöðlurnar eru sérstaklega styrktar í klofi og skálmum svo veiðimenn þurfi ekki að hafa áhyggjur af saumum þegar gengið er um brattlendi eða í öðrum krefjandi aðstæðum. Þá eru vöðlusokkarnir sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga.
Á hnjám vaðlanna eru hnépúðar til aukinna þæginda þegar kropið er. Vöðlunum fylgir teygjanlegt belti. Vöðlurnar eru renndar með níðsterkum YKK-rennilás sem er 100% vatnsheldur og stenst álagið við mikla notkun. Hæð vaðlanna má stilla með einföldum hætti, t.d. má færa þær neðar á heitum sumardögum. Tveir rúmgóðir vasar eru utan á vöðlunum, báðir með vatnsvörðum rennilásum. Á hliðum eru fóðraðir vasar fyrir kaldar hendur. Vöðlubeltið er ú teygjanlegu efni sem situr í slíðrum, til varnar því að beltið færist úr skorðum. Að innanverðu er tvöfaldur vatnsheldur poki sem velta má fram, og er ætlaður undir síma og bíllykla. Í þeim rúmast einnig flugubox eða ýmiss veiðitól.
Foot Tractor vöðluskórnir frá Patagonia eru einhverjir þeir öflugustu sem völ er á. Þeir veita fyrirtaks stuðning og vernd við veiðar. Skórnir eru með neglanlegum Vibram® gúmmísóla sem veitir mikið grip. Vöðluskórnir eru hannaðir og framleiddir í samstarfi með Danner® og eru þeir handsaumaðir í Portland í Bandaríkjunum. Vöðlukórnir eru gerðir úr leðri (e. Full-Grain Leather) sem er einstaklega endingargott. Reimarnar eru þræddar í gegnum augu yfir ristina, en að ofanverðu eru þær kræktar. Afar þægilegt er að fara í og úr skónum, hvort sem þeir eru blautir eða þurrir. Skórnir eru með innbyggðu frárennsliskerfi svo þeir þorna fljótt þegar á bakkann er komið.
Patagonia Swiftcurrent Expedition Zip-Front vöðlupakkinn er vafalaust einn sá vandaðasti á markaðnum enda eru bæði vöðlurnar og skórnir á meðal þeirra allra bestu.