Fishpond Upstream Tech Veiðivesti

Upstream Tech er nýtt veiðivesti frá Fishpond og er sennilega eitt það umhverfisvænasta á markaðnum. Það er framleitt úr endurunnum nælonefnum, s.s. fiskinetum, teppum og öðrum hlutum sem annars væri hent.

36.995kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Upstream Tech er nýtt veiðivesti frá Fishpond og er sennilega eitt það umhverfisvænasta á markaðnum. Það er framleitt úr endurunnum nælonefnum, s.s. fiskinetum, teppum og öðrum hlutum sem annars væri hent. Vestið er stillanlegt frá öllum hliðum og er því aðeins framleitt í einni stærð sem hentar flestum.

Upstream Tech vestið er fyrsta sinnar tegundar á markaðnum með innbyggðu slíðri á baki fyrir silungaháf. Á því eru 14 innri og ytri hólf undir veiðibúnað, svo í raun rúmar það allt sem þarf á veiðislóð. Að framan eru tveir stórir vasar undir fluguboxin, en allt að fjögur box komast í hvorn vasa. Axlar- og mittisbönd auk renniláss að framan tryggja að vestið situr vel á notandanum. Á vestinu er færanlegur flugupaddi og að auki fjölmargar festingar undir veiðitólin, s.s. hitamæli, flotefni, taumaspólur, losunartöng og taumaklippur.