Comfort 165N Sjálfvirkt Björgunarvesti

Comfort er ný gerð sjálfvirkra björgunarvesta sem stenst allar kröfur um öryggi og þægindi. Vestið, sem framleitt er af Besto, er einkar létt, sveigjanlegt og um leið slitsterkt. Hönnun bakspjaldsins, auk stillanlegra bakbanda, tryggir að kragi vestisins liggur ávallt fjarri hálsinum.

24.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Comfort er ný gerð sjálfvirkra björgunarvesta sem stenst allar kröfur um öryggi og þægindi. Vestið, sem framleitt er af Besto, er einkar létt, sveigjanlegt og um leið slitsterkt. Hönnun bakspjaldsins, auk stillanlegra bakbanda, tryggir að kragi vestisins liggur ávallt fjarri hálsinum. Með því næst góð þyngdardreifing á líkamann sem veitir aukin þægindi, jafnvel til langs tíma.

Björgunarvestið er að fullu sjálfvirkt, en að auki er á því spotti til að blása það upp handvirkt. Þannig má segja að Comfort vestið sé í raun bæði hand- og sjálfvirkt. Vestið er framleitt í einni stærð og hentar nær öllum. Uppsprengibúnaður vestisins samanstendur af sprengjuhylki, kolsýruflösku, pillu og klemmu til að halda spottanum á sínum stað. Ef vestið er virkjað og það látið blása út þarf að skipta um flösku, pillu og klemmu.

Floteiginleikar björgunarvesta ráðast af staðli sem öllum framleiðendum ber að framfylgja. Comfort vestið er með staðalinn 165N, en til samanburðar eru hefðbundin vatnavesti aðeins 50N. Til að tryggja öryggi er ráðlegt að blása í vestið einu sinni á ári, jafnvel þó þurfi að kaupa nýjan uppsprengibúnað. Þannig má vera viss um að vestið haldi örugglega lofti. Þá er mikilvægt að endurpakka vesti sem lítið er notað, því ef það liggur lengi í sömu brotunum (árum saman) þá er viðbúið að það fari að morkna.

Frábært vesti fyrir þá sem hyggjast vaða vatnsmiklar ár, stunda vatna- eða sjávarveiði á bát og þá leggja stund á annarskonar vatnasport.