Coastal Evolve Intermediate

Coastal Evolve er virkilega góð lína frá Guideline til notkunar í vötnum, ám eða í sjó. Línan er hæg/hraðsökkvandi (fast intermediate) og sekkur um 3,8 cm á hverja sekúndu. Ein vinsælasta intermediate línan á Íslandi.

16.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Coastal Evolve er uppfærð útgáfa af hinni geysivinsælu Coastal línu sem hefur verið ein mest selda intermediate línan á Íslandi síðustu ár. Veiðimenn sem stunda Veiðivötn og Þingvallavatn hafa margir hverjir kosið Costal umfram aðrar línur vegna frábærra eiginleika hennar.

Línan er framþung með 9,8 metra haus svo henni er auðvelt að kasta á lengra eða styttra færi. Hún ber flestar flugustærðir, allt frá kúluhausum upp í þungar túpur, og nýtist sérlega vel í miklum vindi. Helsta breytingin frá eldri línunni er sú að hin nýja lína er með þynnri runninglínu sem veitir minna viðnám í lykkjum stangarinnar. Þyngd línanna er áþekk en afl línunnar er heldur meira en áður þar sem þyngdin er heldur framar. Litaskilin eru nú skarpari en áður sem gerir línustjórnun og hleðslu stangarinnar auðveldari.

Kápa línunnar er mjög álagsþolin og er hún framleidd þannig að minni hennar er ekkert. Það þýðir að línan kuðlast minna en ella, en það getur oft verið hvimleitt vandamál með intermediate línur. Línan er með aðeins um 5% teygju sem getur oft komið sér vel þegar tökur eru grannar. Coastal Evolve má nota á bæði einhendur og switch-stangir. Fyrir flestar einhendur ber að velja sama línunúmer og stöngin er gefin upp fyrir, en einu til tveimur línunúmerum hærra fyrir switch-stangir.

Coastal Evolve er án vafa með bestu intermediate línum á markaðnum í dag.