SALAR í Veiðiflugur

Veiðiflugur hafa nú tekið í sölu SALAR fluguhjól og flugustangir sem hannaðar eru af Mikael Frödin. Þetta er mjög áhugaverðar vörur sem framleiddar eru með þarfir laxveiðimannsins í huga.

SALAR Burgundy eru fluguhjól þar sem klassískar hefðir mæta nýstárlegri verkfræði. Hjólin eru úthugsuð og er hvert smáatriði tekið með í reikninginn: allt frá innsigluðu diskabremsukerfi, saltvatnsheldu áli og dropamynduðum bremsuhnappi til glæsilegra vínrauðra hliðarplatna. Þessi útfærsla SALAR hjólanna er önnur kynslóð sinnar tegundar. Reynsla þeirra hefur verið afar góð og hafa þau getið sér gott orð fyrir fallegt útlit og mikinn áreiðanleika. Þau eru sterklega byggð og þola því mikla notkun og alvöru áreynslu. SALAR fluguhjólin eru framleidd í Þýskalandi í samvinnu við Ralf Vosseler og er hvert og eitt þeirra númerað.

SALAR flugustangirnar höfða til þeirra sem kjósa framúrstefnulega skandinavíska hönnun. Þær eru framleiddar í takmörkuðu upplagi og fyrir þau sem vilja stangir með sérstöðu. Með þeim er unnt að framkalla þröngan línubug í gegnum djúpra hleðslu stangardúksins. Flugustangirnar eru gerðar fyrir flotlínur jafnt sem sökklínur og henta sérlega vel í stærri flugur.