SALAR Two 7/9

> Virkilega vel heppnað fluguhjól
> Hentar einhendum í línuþyngd #7-9
> Passar einnig vel með nettari tvíhendum
> Vegur 230 gr.

112.900kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

SALAR Burgundy eru ný fluguhjól frá Mikael Frödin þar sem klassískar hefðir mæta nýstárlegri verkfræði. SALAR Two er öflugt fluguhjól sem hentar einkar vel í laxveiði, hvort heldur með einhendum eða nettari tvíhendum. Það passar til að mynda fullkomlega á SALAR 10′ #7/8 og 12,6′ #8/9. Hjólið tekur mikið magn undirlínu og hefur virkilega þýða bremsu.

SALAR hjólin eru úthugsuð og er hvert smáatriði tekið með í reikninginn: allt frá innsigluðu diskabremsukerfi, saltvatnsheldu áli og dropamynduðum bremsuhnappi til glæsilegra vínrauðra hliðarplatna. Þessi útfærsla SALAR hjólanna er önnur kynslóð sinnar tegundar. Reynsla þeirra hefur verið afar góð og hafa þau getið sér gott orð fyrir fallegt útlit og mikinn áreiðanleika. Þau eru sterklega byggð og þola því mikla notkun og alvöru áreynslu. SALAR fluguhjólin eru framleidd í Þýskalandi í samvinnu við Ralf Vosseler og er hvert og eitt þeirra númerað.