Patagonia Swiftcurrent Vöðlupakki I

Léttur og þægilegur vöðlupakki sem sameinar Swiftcurrent öndunarvöðlur frá Patagonia og Kaitum vöðluskó frá Guideline. Gæðabúnaður sem hentar sérstaklega vel fyrir byrjendur – fjölhæfur, endingargóður og á frábæru verði!

Original price was: 114.800kr..Current price is: 69.900kr..

Patagonia Swiftcurrent Vöðlur

Kaitum Vöðluskór (filt)

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Þessi vöðlupakki samanstendur af tveimur vörum sem henta sérlega vel fyrir byrjendur og þá sem vilja léttan og þægilegan veiðifatnað. Í pakkanum eru Swiftcurrent öndunarvöðlur frá Patagonia og Kaitum vöðluskór frá Guideline, á hreint ótrúlegu verði!

Swiftcurrent eru fjölhæfar vöðlur úr öndunarefninu H2No®, fjögurra laga efni sem Patagonia hefur þróað og bætt í meira en áratug. Nýjasta útgáfan er bæði slitsterkari og sveigjanlegri, sem tryggir meiri þægindi og betri endingu. Þessar vöðlur má nota sem hefðbundnar uppháar vöðlur eða einfalda breyta í mittisvöðlur með snjöllu og auðstillanlegu axlabandakerfi sem dregur efri hluta vaðlanna niður að mitti – fullkomið á hlýjum dögum.

Swiftcurrent vöðlurnar bjóða upp á fjölbreytta og vel útfærða eiginleika sem henta jafnt byrjendum sem reynslumiklum veiðimönnum. Axlaböndin eru stillanleg og efri hluti vaðlanna hækkanlegur, sem gerir auðvelt að aðlaga sniðið að veðurfari og aðstæðum hverju sinni. Að innanverðu er vatnsheldur vasi með YKK® vínylrennilás, hentugur undir síma og lykla, og að framan er rúmgóður brjóstvasi með vatnsvörðum rennilás sem rúmar flugubox og önnur veiðitól. Á hvorri hlið eru flísfóðraðir vasar sem hlýja höndum á köldum morgnum.

Til að tryggja endingu eru skálmar og hné svæði vaðlanna styrkt með sérlega slitsterku efni, þar sem álagið er mest. Undir skálmunum eru innbyggðar sandhlífar með öflugum krækjum sem festa sig örugglega við vöðluskóna. Að lokum má nefna að vöðlurnar eru Fair Trade Certified™ saumaðar, sem tryggir sanngjörn og ábyrg vinnubrögð við framleiðsluna.

Kaitum eru léttustu vöðluskórnir frá Guideline og henta sérstaklega vel fyrir byrjendur. Þeir eru úr vatnsfráhrindandi nælonefni sem heldur skónum léttum, jafnvel þegar þeir blotna. Með filtsóla sem gefur gott grip í rökum aðstæðum, og gúmmístyrkingu á tá og hæl, eru þeir traustur kostur í margs konar vatnsaðstæðum. Skórnir eru hannaðir þannig að auðvelt er að fara í þá og úr, sem er mikill kostur fyrir nýliða og þá sem vilja einfaldleika í búnaði sínum.

Swiftcurrent vöðlupakkinn er tilvalinn fyrir þá sem vilja léttar, endingargóðar og fjölhæfar vöðlur í bland við hagkvæma og praktíska vöðluskó. Frábær byrjendapakki sem býður upp á gæði frá þekktum framleiðendum.