Patagonia Swiftcurrent Mittisvöðlupakki II

Glæsilegur mittisvöðlupakki sem hentar í fjölbreyttan veiðiskap. Hann samanstendur af Swiftcurrent vöðlunum frá Patagonia og River Ops eða Forra vöðluskónum. Vöðlurnar eru einsauma sem tryggir lengri endingu, eykur hreyfigetu og þægindi. Mittið er með góðri teygju en auð auki fylgir vöðlunum gott teygjubelti.

109.900kr.

Patagonia Swiftcurrent Mittisvöðlur

Patagonia Forra Vöðluskór

River Ops BOA Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Glæsilegur mittisvöðlupakki sem hentar í fjölbreyttan veiðiskap. Hann samanstendur af Swiftcurrent vöðlunum frá Patagonia og River Ops eða Forra vöðluskónum. Vöðlurnar eru einsauma sem tryggir lengri endingu, eykur hreyfigetu og þægindi. Mittið er með góðri teygju en auð auki fylgir vöðlunum gott teygjubelti.

Swiftcurrent eru virkilega vandaðar mittisvöðlur frá Patagonia. Þær eru gerðar úr 100% endurunnum efnum sem státa af góðri öndunarfilmu sem nefnist H2No®. Vöðlurnar eru einsauma (e. single-seam) sem tryggir lengri endingu, eykur hreyfigetu og þægindi. Mittið er með góðri teygju en auð auki fylgir vöðlunum gott teygjubelti. Að framan eru tveir rúmgóðir vasar fyrir hendur, eða undir fluguboxin. Sandhlífar eru einnig með teygju sem tryggir að þær haldist kyrfilega yfir vöðluskónum. Vöðlusokkarnir eru sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga.

River Ops BOA eru tæknilegustu og endingarbestu vöðluskórnir frá Korkers, með hinu vinsæla BOA-vírakerfi. Þeir eru hannaðir til að standast gríðarmikla notkun og þola mikið hnjask. Skórnir eru framleiddir sérstaklega fyrir þá sem verja mörgum dögum á sumri við veiðar. River Ops BOA eru fullkomnir fyrir leiðsögumenn og aðra þá veiðimenn sem kjósa áreiðanleika og stöðuleika. Vöðluskórnir eru í sérflokki þegar kemur að þægindum og endingu, en til marks um það fylgir þeim tveggja ára ábyrgð frá kaupdegi.

Einstök ending River Ops BOA skónna næst fram með nýrri tækni sem kallast Exo-Tec™. Skórnir eru ekki saumaðir á hefðbundinn hátt heldur eru þeir mótaðir í framleiðsluferlinu án þess að saumar komi nærri. Efnislög eru samsett með hinni nýju bræðslutækni sem kemur í veg fyrir að álagsfletir trosni upp. En þrátt fyrir að skórinn þoli mikið slit, s.s. vegna grjóts eða kletta, er hann ákaflega sveigjanlegur og hegðar sér eins og hver annar íþróttaskór.

Forra vöðluskórnir eru frá Patagonia. Þeir eru hannaðir í fjölbreytta veiði og framleiddir úr fljótþornandi efnum. Vöðluskórnir eru með Vibram® gúmmísóla sem veitir mikið grip í flestum aðstæðum. Þeir reimast hátt og veita traustan öklastuðning. Táin sérstaklega styrkt og eru reimarnar afar slitsterkar. Stilla má skóna eftir hentugleika, svo stuðningurinn sé eins og hentar hverju sinni.