Þetta er einstaklega handhæg hnýtingaþvinga frá Stonfo og hentar vel til ferðalaga. Morsetto Airone hnýtingaþvinguna má leggja saman þannig að hún fellur vel inn í boxið sem fylgir henni. Það er einungis 15 x 10 x 2 cm í ummál. Þvinguna þarf ekki að losa í sundur áður en hún er lögð í boxið. Hegrinn (airone) er fiskinn og þvingan, sem nefnd er eftir honum, er fyrir flugur sem veiða.
Hausinn á þvingunni er stillanlegur. Hann snýst í 360 gráður. Þvinguna má hækka og lækka eftir óskum. Unnt er að stilla snúninginn og gera hann stífari eða festa hausinn í ákveðinni stöðu. Þvingan hentar bæði rétthentum og örvhentum hnýturum. Leiðbeiningablað fylgir þvingunni og sexkantslykill.
Lever Fluguhnýtingasett
Transformer Hnýtingaþvinga
Stonfo Borðfesting
Stonfo TRR Pedestal Borðfótur
Morsetto Tubefly Hnýtingaþvinga
GL Áhaldaspóla
Morsetto Flylab Hnýtingaþvinga 


