Loop Q Einhendupakki 10,6‘ #3

> Stórskemmtileg silungsveiðistöng
> Hönnuð í andstreymisveiði með púpum
> Stönginni fylgir Loop Q fluguhjól og Opti Drift flotlína
> Vegur 109 gr.

89.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

Insufficient stock

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Vandaður fluguveiðipakki sem inniheldur Loop Q flugustöng, Loop Q fluguveiðihjól, undirlínu og Loop Opti Drift flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

er nýjustu stangirnar frá Loop en markmiðið með hönnun þeirra var að gera góða stöng fyrir breiðan hóp veiðimanna á sem lægstu verði. Stangirnar eru hannaðar fyrir ólíka kaststíla og ,,fyrirgefa“ mistök í kastsveiflunni nokkuð vel. Stöngin er afar notendavæn og hentar því byrjendum jafnt sem þaulreyndum veiðimönnum. Stangirnar koma með grárri mattri áferð, handfangið er úr fyrsta flokks korki og lykkjur úr títaníum. Hver stöng hefur sinn karakter enda hver línuþyngd með sína sveigju og hraða.

Á síðustu árum hefur Loop þróað frábært fluguveiðihjól sem sameinar einkum tvennt, þ.e. gæði og hagstætt verð. Loop Q hjólið er framleitt úr renndu- og steyptu áli, það er með mattri grárri áferð og skartar einkennismerki Loop, L-inu fyrir miðju. Á hinni hlið hjólsins má lesa út bókstafinn Q, enda ber hjólið nafnið Loop Q. Bremsubúnaðurinn er úthugsaður, ákaflega þýður og er auk þess algjörlega lokaður. Spólan er V-laga til þess að gera notkun hjólsins liprari en ekki síður til að draga úr línuminni

Á hjólinu er undirlína og Loop Opti Drift flotlína sem er með meðallangan skothaus, frá 7,4 – 9,0 metra, eftir línuþyngd. Línan er hönnuð til að hámarka skilvirkni flugukastsins of framsetningu flugunnar. Hún er afbragðsgóð í hverskonar aðstæðum, í logni sem vindi, en nýtur sín ekki síður vel þar sem pláss fyrir bakkastið er takmarkað. Línan er með langri bak-taperingu, þ.e. þyngdin færist aftar á lengra svæði, en sá eiginleiki auðveldar veiðimönnum að menda línuna í straumvatni auk þess sem línan leggst mun betur á vatnsflötinn.

Opti Drift er tvílit sem hjálpar til við línustjórnun í vatni, en ekki síður til að auðvelda veiðimanni að finna hleðslupunkt stangarinnar. Línan hleður stangir mjög auðveldlega og rennur ákaflega mjúklega í gegnum lykkjur þeirra. Hún ber flestar flugustærðir- og gerðir, allt frá smáflugum upp í þyngri túpur.

Sannarlega flottur fluguveiðipakki á hagstæðu verði.