Loop Dry 7L Mittistaska

Fyrsta vatnshelda mittistaskan frá Loop sem rúmar allt sem þarf við veiðar. Taskan er með rúllulokun og því þarf ekki að hafa áhyggjur af innihaldi hennar þegar vaðið er djúpt eða þegar rignir. Mittistaskan er framleidd úr TPU-húðuðu nælonefni, en með þeirri tækni næst jafnvægi á milli þyngdar, vatnsheldni og endingu.

23.995kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fyrsta vatnshelda mittistaskan frá Loop sem rúmar allt sem þarf við veiðar. Taskan er með rúllulokun og því þarf ekki að hafa áhyggjur af innihaldi hennar þegar vaðið er djúpt eða þegar rignir. Mittistaskan er framleidd úr TPU-húðuðu nælonefni, en með þeirri tækni næst jafnvægi á milli þyngdar, vatnsheldni og endingu.

Í mittistöskunni er eitt stórt aðalhólf sem hægt er að skipta upp og skipuleggja eftir þörfum. Ytri byrði töskunnar býður upp á ýmsa möguleika, s.s. til að festa tæki og tól sem gott er að hafa við höndina. Þá er unnt að festa vatnsbrúsa við botninn.

Taskan er með gott belti sem andar og varnar þannig svitamyndun. Það heldur vel við mjóbakið og því finnur notandinn lítið fyrir að bera hana, jafnvel á löngum dögum.  Á belti töskunnar eru tvö minni hólf sem hugsuð eru til að geyma smáhluti. Á fljótlegan og einfaldan hátt má stilla beltið eftir þörfum hvers og eins.