Fishpond Thunderhead Brjóstpoki

Thunderhead brjóstpokinn er hluti af nýrri vörulínu frá Fishpond sem framleidd er úr gríðarsterku endurunnu nælonefni. Vörur eru hannaðar fyrir mikla notkun og hnjask og er frágangur því eins og best verður á kosið. Þessi frábæri brjóstpoki er algjörlega vatnsheldur og rúmar nauðsynlegasta búnaðinn við veiðar.

20.997kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Thunderhead brjóstpokinn er hluti af nýrri vörulínu frá Fishpond sem framleidd er úr gríðarsterku endurunnu nælonefni. Vörur eru hannaðar fyrir mikla notkun og hnjask og er frágangur því eins og best verður á kosið. Þessi frábæri brjóstpoki er algjörlega vatnsheldur og rúmar nauðsynlegasta búnaðinn við veiðar.

Á aftanverðum pokanum er slíður fyrir háfinn, svo unnt er að hafa hann frjálsan, án háfaseguls eða snúru. Þó er D-lykkja fyrir þá sem kjósa að hafa háfinn fastann. Eitt stórt hólf er að framan með TIZIP® rennilás, sem heldur allri bleytu frá innihaldinu. Þar fyrir framan er teygjanlegur vasi með rennilás. Að innanverðu er renndur vasi auk glærs poka undir smærri hluti, s.s. bíllykla.

Á brjóstpokanum eru margar festingar svo unnt er að koma fyrir öllum helstu veiðitólum. Hann er hannaður á þann hátt að notkun hans hamli ekki notkun vöðlubeltis. Brjóstpokanum má smella framan á alla bakpoka frá Fishpond og nýtist þá sem auka geymsla í lengri veiðiferðir. Stórsniðug geymslulausn undir helstu tól og tæki sem þörf er á við veiðar.

Stærð töskunnar er 23 x 18 x 10 cm, hún vegur 0,5 kg og rúmar 5 lítra.