HD Sonic Zip Vöðlur

HD Sonic eru einstaklega vel hannaðar vöðlur frá Guideline, framleiddar eru úr níðsterku fjögurra laga efni auka þriggja laga efnis að ofanverðu. Vöðlurnar eru hefðbundnar rennilásavöðlur sem þó má breyta í mittisvöðlur á auðveldan hátt. Þær sameina kosti tveggja heima með frábærri hönnun.

99.900kr.
59.940kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar
SKOÐA STÆRÐATÖFLU

HD Sonic eru einstaklega vel hannaðar vöðlur frá Guideline, framleiddar eru úr níðsterku fjögurra laga efni auka þriggja laga efnis að ofanverðu. Vöðlurnar eru hefðbundnar rennilásavöðlur sem þó má breyta í mittisvöðlur á auðveldan hátt. Þær sameina kosti tveggja heima með frábærri hönnun.

HD Sonic vöðlurnar standast mikið álag, þær anda þó vel og veita mikinn hreyfanleika. Að framan er vatnsheldur TIZIP®-rennilás til aukinna þæginda, en afar auðvelt er að fara í og úr vöðlunum. Þá eru tveir brjóstvasar staðsettir hátt auk vasa að innanverðu, s.s. undir símann eða bíllykla. Allir vasar eru með vatnsvörðum YKK AquaGuard®-rennilásum.

Vöðlurnar sitja tiltölulega hátt svo unnt er að vaða dýpra en í hefðbundnum vöðlum. Sokkar vaðlanna eru framleiddir úr náttúrulegum gúmmíefnum og eru mjög þægilegir viðkomu. Þá eru á vöðlunum áfastar sandhlífar úr samskonar efni, en þær falla vel yfir hverskyns vöðluskó. Sterkt nælonbelti fylgir, en það er hægt að staðsetja eftir þörfum hverju sinni.