Bráðsniðugur þurrpoki frá Fishpond sem heldur verðmætustu hlutunum þurrum og öruggum við veiðar. Pokinn er nægjanlega stór til að geyma allt það nauðsynlegasta, án þess þó að vera of fyrirferðarmikill. Á þurrpokanum eru margir festingarpunktar svo unnt er að nota hann á marga vegu. Hann má festa á bakpoka, mittistöskur og í vöðlubelti. Þurrpokinn er 28 x 18 x 7 cm og vegur aðeins 136 grömm.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.
Loon Fresh Pants - Lyktareyðir
Guideline Trout Slit Flugubox
Loon Low Tack Swax - Dubbing vax
Morsetto Airone Ferðahnýtingaþvinga
Loon UV Fluorescing Clear Finish - Lakk
Nikwax TX. Direct Spray Úðabrúsi
Aquasure Vöðluviðgerðarpakki
Cotol 240 - Hersluhvati fyrir vöðlulím
Kaiman Morsetto Hnýtingaþvinga
Loon UV Vöðluviðgerðarefni
Jungle Cock Gervifjaðrir
Fishpond Cimarron Sand - Vöðlutaska
Loon High Tack Swax - Dubbing vax
Fishpond Thunderhead Eco Duffel Taska M 






