Experience T-Zip Vöðlur

62.900kr.

Experience eru þrælsniðugar vöðlur frá Guideline, framleiddar úr léttu en endingargóðu efni með vatnsheldum rennilás að framan. Vöðlurnar búa að saumalausum frágangi en notast er við það sem kallast Ultra Sonic, sem er einskonar bræðslutækni.

Á vöðlunum er einn vasi að framan og annar að innanverðu, báðir með vatnsvörðum rennilásum. Á vöðlunum er áfastur áhaldagormur s.s. fyrir taumaklippur, en einnig má festa ýmis önnur tæki og tól í D-lykkjur sem saumaðar eru í vöðlurnar. Experience eru einstaklega þægilegar og henta þeim sérlega vel sem ganga mikið við veiðar. Þá eru vöðlurnar tiltölulega rúmmáls litlar og pakkast því vel, t.d. í bakpokann.

FRÍ HEIMSENDING

Hreinsa val
Vörunúmer: experience-t-zip-vodlur Vöruflokkur: Flokkur: