Echo Lift II Einhendupakki 9′ #8

> Öflugasta stöngin í Lift-línunni
> Hentar í alla lax- og sjóbirtingsveiði
> Meðalhröð en ræður við flest
> Kemur með Echo Ion 7/9 fluguhjóli og Bullet flotlínu

55.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

Insufficient stock

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Einhendupakki sem samanstendur af Echo Lift flugustöng, Echo Ion fluguveiðihjóli, undirlínu og Bullet flotlínu, eða annarri sambærilegri línu. Vinasamlega takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

Lift stangirnar eru hannaðar út frá Echo Base stöngum sem notið hafa gríðarlegra vinsælda um langt skeið. Þessi nýja hönnun betrumbætir þá fyrri umtalsvert. Lift stangirnar eru talsvert léttari en forverarnir auk þess sem mun auðveldar er að hlaða þær. Lögun handfangsins hefur verið breytt til að auðvelda veiðimönnum að bæta köstin og auka þannig ánægjuna við veiðar. Einkar auðvelt er að hlaða hinar nýju stangir, óháð því hvaða kasttækni er beitt. Þrátt fyrir aukin gæði og bætta hönnun helst verðið enn lágt. Það má því segja að fáar stangir á markaðnum komast nærri Echo Lift þegar litið er til hagstæðs verðs og gæða.

Echo Lift eru meðalhraðar flugustangir sem búa að miklum krafti og nákvæmni. Þær eru í fjórum hlutum og eru fáanlegar í línuþyngdum #4 – #8. Lykkjur eru úr krómi og haldfangið úr slitsterkum korki. Stöngunum fylgir stangarpoki og stangarhólkur auk lífstíðarábyrgðar frá framleiðanda.

Echo Ion eru vel hönnuð fluguveiðihjól. Þau eru large arbor, þ.e. með breiðan kjarna, sem dregur úr minni línunnar og auðveldar veiðimönnum að ná inn slaka eftir að fiskur tekur. Ion eru með viðhaldsfrírri diskabremsu. Hjólið kemur uppsett með Bullet línu sem er ákaflega aðgengileg alhliða lína fyrir byrjendur sem reynda veiðimenn. Jafnvægi línunnar er afar gott og þrátt fyrir tiltölulega stuttan haus fatast henni ekki flugið. Hauslengdin er 9,25 metrar en uppbygging línunnar gerir hana einkar fjölhæfa auk þess sem hún fyrirgefur kastmistök. Bullet línunni má kasta langt án mikillar fyrirhafnar og hentar vel í yfirhandarköst, en ekki síður veltiköst.

Heildarlengd línunnar er 30 metrar, þar af er hausinn 9,25 metrar sem þýðir að línan nýtur sín best í miðlungslöng köst. Framhlutinn (e. front taper) er 5,5 metrar að lengd og veltir við stórum sem smáum flugum. Þyngd línunnar liggur aftarlega en hún grennist aftur á 1,8 metra kafla (e. back taper) sem gerir hana stöðugri á lengra færi. Þar fyrir aftan er línan mjókkuð aftur á þriggja metra kafla áður en rennilínan tekur við. Þetta er gert til að þrengja línubuginn og auðvelda línustjórnunina. Appelsínugulur litur línunnar nær frá rennilínu inn á aftari hluta skothaussins og auðveldar veiðimanni lengdarstjórnun og hleðslu stangarinnar. Bullet 2.0 er með grönnum lykkjum á báðum endum.

Skotheldur fluguveiðipakki á góðu verði.