Showing all 14 results

Korkers vöðluskór

Korkers hefur í yfir 50 ár hannað og þróað skóbúnað fyrir útivistarfólk. Fyrirtækið framleiðir nokkrar gerðir af vöðluskóm sem allir eiga það sameiginlegt að vera einstaklega vandaðir, þægilegir og öruggir. Allir skór frá Korkers koma með einkaleyfisvörðum búnaði sem nefnist OmniTrax og byggir á þeirri hugmyndafræði að nota sama búnað í mismunandi aðstæðum. Með OmniTrax má skipta út sóla/botni vöðluskónna eftir því hvar er veitt og hvernig undirlagið er.

Traustar undirstöður

Flestir vöðluskór frá Korkers eru með endingargóðu M2 Boa® vírakerfi í stað hefðbundinna reima. Sá búnaður er til aukinna þæginda fyrir veiðimenn enda einkar þægilegt að fara í og úr skónum. Korkers skóm fylgir tvennskonar botnar en vilji menn annarskonar botna eru þeir fáanlegir í verslun Veiðiflugna. Hægt er að velja um filtbotn, neglt filt, vibram eða neglda vibram.