SDS Tactical Salmon Flotlína

Tactical Salmon er flotlína frá Loop, hönnuð fyrir íslenskan markað. Skotlínan er heil tvíhendulína, án samskeyta, framleidd fyrir línuþyngdir #6 – #10. Línan býður upp á mjög fínlega framsetningu flugunnar og nýtist því best í viðkvæmum aðstæðum.

13.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Tactical Salmon var hönnuð eftir hugmyndum íslenskra leiðsögumanna. Hingað til hefur reynst erfitt að finna góða tvíhendulínu sem er án samskeyta skothauss og running-línu. Heil línan býður upp á fjölbreytta notkun en hún nýtist best þegar strippa þarf fluguna nálægt sér.

Hugsunin er sú að veiðimaður geti dregið flugulínuna alveg að sér, þ.e. að skothausinn megi draga inn fyrir stangartoppinn án þess að samsetning lykkja trufli. Slíkt getur komið sér ákaflega vel þegar veitt er með smáflugur og flottúpur í yfirborðinu.

Línan býður upp á hárnákvæma framsetningu flugunnar á lengra eða styttra færi. Hún er sérlega góð í viðkvæmum aðstæðum, s.s. logni og sól, þar sem hún fellur mjúklega á vatnsyfirborðið og styggir því síður fiskinn. Hún nýtur sín best með fremur smáum flugum, s.s. tví- og þríkrækjum og meðalstórum túpum.

Tactical Salmon má bæði yfirhandar- og veltikasta. Línan er frá 10,6 metrum upp í 12,6 metra að lengd og er fáanleg fyrir þyngdir #6 – #10.