SDS Skagit Skothaus (Flot)

SDS Skagit eru öflugir skothausar frá Loop. Þeir eru mjög stuttir hannaðir til að kasta þungum flugum í öllum veðuraðstæðum. Með þeim er unnt að ná fram mjög löngum köstum fyrirhafnarlítið.

11.500kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

SDS Skagit er skothaus sem er gríðarlega orkumikill og kastar því þyngstu túpum mjög auðveldlega. Skagit hausarnir eru hannaðir til notkunar með SDS-endum eða þungum T-endum. Lengd haussins er 6,4 – 7,3 metrar en að endanum meðtöldum er heildarlengdin 10 – 11 metra eftir línuþyngd.

Hausinn sjálfur er flotlína en endana sem settir eru framan við eru fáanlegir sem flot, intermediate, sökkhraði 3, sökkhraði 5 og sökkhraði 7. Fyrir þá sem kjósa enn meiri sökkhraða eru T-endar fáanlegir, þ.e. T10, T14 og T18. Með þessu kerfi má nota einn skothaus en skipta út endum eftir þeirri dýpt sem veiða skal hverju sinni.

Hvernig virkar þetta?
Á hjólið þarf undirlínu, því næst runninglínu (SDS) og þá Skagit skothausinn. Þar fyrir framan skal svo nota SDS-enda, þ.e. sá hluti flugulínunnar sem taumurinn er festur við. Fyrir þá sem vilja aukinn sökkhraða má nota T-enda í stað SDS-enda.

En af hverju SDS Skagit?
Skagit er hannað til að kasta öllum flugustærðum í öllum verðum. Það þýðir að hægt er að kasta mjög þungum tungsten túpum með þessu kerfi. Að auki nýtist línan frábærlega í slæmum veðrum, s.s. þegar vindur er mikill. Línan er kjörin í ár eins og Ytri- og Eystri Rangá, Ölfusá, Þjórsá, Tungufljót, Blöndu og hverja þá á þar sem almennt eru notaðar stærri flugur en í minni ánum. Línan er einnig frábær í stærri sjóbirtingsárnar fyrir austan.

Hvað á að velja saman?
Almennt skal velja línunúmer í samræmi við línuþyngd stangarinnar.
Dæmi: 12,6 feta tvíhenda í línuþyngd #7 tekur annað hvort línu #7 eða #7/8. Sé stöngin fremur hæg skal velja #7 en #7/8 fyrir hraðari stangir. SDS-endar fyrir þessa stöng eru í línunúmeri #6-8. Þeir eru fáanlegir frá flot upp í sökkhraða 7.
Sé T-endi valinn í stað SDS-enda skiptir línuþyngd Skagit-haussins ekki máli.