Patagonia W’s Swiftcurrent Exp. Zip-Front Dömuvöðlupakki I

Fyrsta flokks vöðlupakki sem sameinar vandaðar vöðlur og vöðluskó. Pakkinn inniheldur W’s Swiftcurrent Expedition Zip-Front dömuvöðlurnar frá Patagonia og Leardal skóna með vibram-sóla. Meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasi til að verma hendur, hnéhlífar og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti.

145.900kr.

Patagonia W's Swiftcurrent Exp. Zip-Front Dömuvöðlur

Laerdal Vibram Vöðluskór (Dömu)

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fyrsta flokks vöðlupakki sem sameinar vandaðar vöðlur og vöðluskó. Pakkinn inniheldur W’s Swiftcurrent Expedition Zip-Front dömuvöðlurnar frá Patagonia og Leardal skóna með vibram-sóla. Meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasi til að verma hendur, hnéhlífar og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti.

W’s Swiftcurrent Expedition Zip-Front eru glæsilegar renndar dömuvöðlur frá Patagonia. Þær eru framleiddar úr fjögurra laga öndunarefni sem er að fullu vatnshelt og nefnist H2No®, en það hefur Patagonia þróað til langs tíma. Efni vaðlanna er gert fyrir mikla notkun og er einsaumsbygging þeirra til þess fallin að auka endingu og slitþol. Á þeim eru stillanleg axlarbönd og sylgjukerfi að aftan sem gerir notandanum kleift að létta af án þess að afklæðast. Vöðlunum má með einföldum hætti breyta í mittisvöðlur.

Meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasi til að verma hendur, hnéhlífar og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti. Þeir eru sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga. Vöðlunum fylgir teygjanlegt belti. Á þeim er níðsterkur YKK-rennilás sem er 100% vatnsheldur og stenst álagið við mikla notkun.

Laerdal vöðluskórnir eru hannaðir fyrir konur og eru hluti af öðrum flíkum Laerdal-seríunni frá Guideline. Skórnir eru léttir og sitja vel, en eru á sama tíma stöðugir og styðja vel við ökklana. Þeir eru með Vibram® Idrogrip klístraðan gúmmísóla sem gefur öruggt grip á blautu yfirborði, fullkomnir þegar vaðið er og í langar göngur meðfram ám og vötnum.