Patagonia W’s Swiftcurrent Exp. Zip-Front Dömuvöðlupakki III

Einhver besti vöðlupakkinn á markaðnum sem er sérstaklega samsettur fyrir veiðikonur. Hann inniheldur W’s Swiftcurrent Expedition Zip-Front dömuvöðlurnar og Forra vöðluskóna frá Patagonia. Vöðlurnar eru framleiddar úr fjögurra laga öndunarefni sem er að fullu vatnshelt og nefnist H2No®. Á þeim er vatnsheldur rennilás til aukinna þæginda.

165.900kr.

Patagonia W's Swiftcurrent Exp. Zip-Front Dömuvöðlur

Patagonia Forra Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Einhver besti vöðlupakkinn á markaðnum sem er sérstaklega samsettur fyrir veiðikonur. Hann inniheldur W’s Swiftcurrent Expedition Zip-Front dömuvöðlurnar og Forra vöðluskóna frá Patagonia. Vöðlurnar eru framleiddar úr fjögurra laga öndunarefni sem er að fullu vatnshelt og nefnist H2No®. Á þeim er vatnsheldur rennilás til aukinna þæginda.

W’s Swiftcurrent Expedition Zip-Front eru glæsilegar renndar dömuvöðlur frá Patagonia. Þær eru framleiddar úr fjögurra laga öndunarefni sem er að fullu vatnshelt og nefnist H2No®, en það hefur Patagonia þróað til langs tíma. Efni vaðlanna er gert fyrir mikla notkun og er einsaumsbygging þeirra til þess fallin að auka endingu og slitþol. Á þeim eru stillanleg axlarbönd og sylgjukerfi að aftan sem gerir notandanum kleift að létta af án þess að afklæðast. Vöðlunum má með einföldum hætti breyta í mittisvöðlur.

Meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasi til að verma hendur, hnéhlífar og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti. Þeir eru sérstaklega hannaðir til að standast mikið álag en þeir eru ekki framleiddir úr hefðbundnu neoprene-efni. Þess í stað notar Patagonia blöndu af gúmmíefnum, samskonar þeim sem notuð eru í blautbúninga. Vöðlunum fylgir teygjanlegt belti. Á þeim er níðsterkur YKK-rennilás sem er 100% vatnsheldur og stenst álagið við mikla notkun.

Forra vöðluskórnir eru frá Patagonia. Þeir eru hannaðir í fjölbreytta veiði og framleiddir úr fljótþornandi efnum. Vöðluskórnir eru með Vibram® gúmmísóla sem veitir mikið grip í flestum aðstæðum. Þeir reimast hátt og veita traustan öklastuðning. Táin sérstaklega styrkt og eru reimarnar afar slitsterkar. Stilla má skóna eftir hentugleika, svo stuðningurinn sé eins og hentar hverju sinni.