Patagonia Swiftcurrent Vöðlupakki III

Vöðlupakki frá Patagonia sem samansendur af Swiftcurrent vöðlunum og Foot Tractor vöðluskónum sem framleiddir eru af Danner. Á meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasar á hliðum til að verma hendur, teygjuofinn brjóstvasi og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti.

149.900kr.

Patagonia Swiftcurrent Vöðlur

Patagonia Foot Tractor Vöðluskór

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Vöðlupakki frá Patagonia sem samansendur af Swiftcurrent vöðlunum og Foot Tractor vöðluskónum sem framleiddir eru af Danner. Efnið í vöðlunum hefur verið þróað undanfarinn áratug og er það nú slitsterkara og þjálla en áður. Breytingin tryggir aukin þægindi og lengri endingu. Þessar fjölhæfu og léttu öndunarvöðlur má nota sem uppháar vöðlur eða sem mittisvöðlur. Á meðal eiginleika er vatnsheldur vasi að innanverðu, vasar á hliðum til að verma hendur, teygjuofinn brjóstvasi og vöðlusokkar sem aðlagaðir eru hvorum fæti.

Framan á vöðlunum er rúmgóður renndur vasi fyrir miðju með vatnsvörðum rennilás. Hann má nota undir flugubox eða ýmis veiðitól. Á hvorri hlið eru fóðraðir vasar til að verma hendur. Að innanverðu er vatnsheldur poki sem velta má fram, hann er ætlaður undir síma og bíllykla. Axlarbönd eru stillt með einu handtaki og má færa efri hlutann frá bringu að mitti. Sú hönnun er einkennismerki Patagonia sem oft getur komið sér vel, sérstaklega á góðviðrisdögum þegar heilar vöðlur eru óþarfar.

Foot Tractor vöðluskórnir frá Patagonia eru einhverjir þeir öflugustu sem völ er á. Þeir veita fyrirtaks stuðning og vernd við veiðar. Skórnir eru með neglanlegum Vibram® gúmmísóla sem veitir mikið grip. Vöðluskórnir eru hannaðir og framleiddir í samstarfi með Danner® og eru þeir handsaumaðir í Portland í Bandaríkjunum. Vöðlukórnir eru gerðir úr leðri (e. Full-Grain Leather) sem er einstaklega endingargott. Reimarnar eru þræddar í gegnum augu yfir ristina, en að ofanverðu eru þær kræktar. Afar þægilegt er að fara í og úr skónum, hvort sem þeir eru blautir eða þurrir. Skórnir eru með innbyggðu frárennsliskerfi svo þeir þorna fljótt þegar á bakkann er komið.