Guideline LPs Einhendupakki 9,9‘ #3

> Alhliða púpustöng í minni ár
> Mjög létt og þægileg yfir langa veiðidaga
> Stönginni fylgir Halo hjól og Fario flotlína
> Vegur 84 gr. – línuþyngd 7-9 gr.

84.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Skemmtilegur fluguveiðipakki sem inniheldur LPs flugustöng, Halo fluguveiðihjól, undirlínu og Fario Tactical flotlínu eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

LPs eru nýjar stangir á markaði sem hannaðar eru í létta silungsveiði, þá sérstaklega andstreymisveiði (Euro nymphing). Stangirnar eru meðalhraðar og henta bæði reyndum og óreyndum veiðimönnum þar sem þær fyrirgefa mistök í kastferlinum. Toppurinn er fremur mjúkur og því má nota stöngina með mjög grönnum taumum án þess að þeir slitni við átak. LPs eru einstaklega næmar og einkar skemmtilegt er að glíma við fisk á svo léttar græjur. Hjólasætið er staðsett mjög aftarlega á skaftinu til að veita veiðimanni aukna næmni við púpuveiðar.

Stönginni fylgir Halo fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr renndu áli. Hjólið er tiltölulega eðlislétt og er algjörlega lokað svo ekki er hætta á að línan festist á milli hjólsins og spólunnar. Halo er með vatnsþéttu og öflugu diskabremsukerfi sem er svo gott sem viðhaldsfrítt. Hjólið er breiðkjarna (e. full frame) sem gerir veiðimönnum kleift að ná slaka inn hratt, auk þess sem hönnunin dregur úr líkum á línuminni.

Hjólið er uppsett með undirlínu og Fario Tactical flotlínu sem er framþung með 9,25 metra löngum haus. Línan er hentug í veltiköst og á veiðistöðum þar sem rými til bakkasts er takmarkað. Hún kastar púpum og þurrflugum af nákvæmni á stuttu- sem meðallöngu færi. Línan hentar byrjendum vel þar sem auðvelt er að hlaða stöngina með tiltölulega stutta línu út fyrir stangartoppinn. Þá er auðvelt að framkalla góðan línuhraða og finna samspil línu og stangar, sem jafnan reynist byrjendum erfitt.

LPs stangarpakkinn er virkilega skemmtilegur og á sanngjörnu verði.