Ridgeline Tech Pack er í senn veiðivesti og bakpoki. Hann er einstaklega vel búinn og býður upp á mikið geymslupláss fyrir langa veiðidaga. Nú þarf ekki lengur að velja og hafna, þú getur einfaldlega tekið allt sem þú þarft með þér á veiðislóð. Fjölmargir vasar eru bæði innan og utan á vestinu sem tryggir að sérhver hlutur eigi sinn stað. Bakpokinn er rúmgóður og léttur og tekur auka fatnað, veiðijakkann og þá næringu sem þarf yfir daginn. Nú þarftu ekki lengur að gera málamiðlanir – taktu með þér það sem þig lystir!
Axlarböndin eru virkilega þægileg og veita ásamt mótaðri bakliðinni góðan stuðning. Pokinn er hannaður þannig að þyngdardreifingin verði sem mest, svo unnt sé að nota hann yfir langa veiðidaga. Innbyggt háfaslíður er á pokanum auk stangarfestingar. Alls eru 22 vasar á þessari góðu flík en brúsafestingar eru á hvorri hlið. Bakpokinn kemur í einni stærð sem hentar flestum. Hann rúmar 15 lítra og vegur 1,3 kg.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.
Guideline Experience Veiðivesti
Loop Dry 25L Yellow Bakpoki
Loon Áhaldasett
Patagonia Black Hole 100L Duffel Taska á hjólum - B. Green
Fishpond Thunderhead Yucca Pouch - Þurrpoki
Fishpond Ripple Hjólataska L
Fishpond Tailwater Fluguhnýtingataska
Fishpond Thunderhead Eco Duffel Taska L
Fishpond Horse Thief Taska
Fishpond Thunderhead Eco Brjóstpoki
Loop 7X 9' #7
Fishpond Hailstorm Kælitaska
Guideline Shooting Head Pack - Skothausaveski
Loon Rouge Skæratöng
Fishpond Thunderhead Eco Orange - Bakpoki 








