Ridgeline bakpokinn frá Fishpond er léttur, fyrirferðarlítill og búinn mörgum eiginleikum. Á honum er stórt aðalhólf sem rúmar fluguboxin, auka fatnað, nesti og drykkjarföng. Að utanverðu eru mörg hólf sem veita skjótan aðgang að nauðsynlegum hlutum. Bakpokinn er með innbyggt háfaslíður og á honum eru fjölmargar tengifestingar. Unnt er að festa alla brjóstpoka frá Fishpond framan á Ridgeline bakpokann.
Bakpokinn er með góð axlarbönd sem veita fyrirtaks stuðning við axlir og mjóbak. Á honum eru vasar undir vatnsbrúsa og flöskur auk fjölmargra annarra eiginleika. . Stærð bakpokans er 48 x 28 x 20 cm og vegur hann 0,8 kg.
Sjálfbærni
Ný vara, gamalt efni
Fishpond er leiðandi fyrirtæki á markaði þegar kemur að sjálfbærri framleiðslu. Fyrir meira en áratug síðan hóf fyrirtækið að nota ónýt fiskinet til framleiðslu á töskum og fylgihlutum. Í dag eru nær allar vörur Fishpond framleiddar úr endurunnum efnum, s.s. netum og plastflöskum. Þannig tekst fyrirtækinu að skapa nýja hluti úr gömlum efnum, umhverfinu til heilla.