Alta Vöðluskór (vibram)

31.995kr.

Alta 2.0 eru vönduðustu vöðluskórnir frá Guideline, hannaðir til mikillar notkunar. Þeir eru hannaðir úr vatnsfráhrindandi efnum til að halda þeim eins léttum og kostur er, bæði í vatni og á bakkanum. Uppbygging skónna er ekki ósvipuð og hefðbundinna gönguskóa, með góðum stuðningi við ökkla. Tungan er framleidd úr neopren-efni til að draga úr þrýstingi á fótlegginn. Að innanverðu er skórinn sömuleiðis klæddur neopreni til að minnka núning við vöðlusokkinn og auka þannig endingu vaðlanna.

Efni vöðluskónna er einkar eðlislétt en um leið nægjanlega sterkt til að viðhalda nauðsynlegum stuðningi við fótinn. Skópar í stærð #10 vegur aðeins 1275 grömm. Skórnir eru búnir sóla sem nefnist Vibram® Idrogrip, hannaðir til að veita hámarks grip á blautu yfirborði. Þeir henta vel þegar ganga þarf yfir langan veg, en einnig þar sem jarðvegur er grýttur. Alta vöðluskórnir fást einnig með filtsóla, stakir eða í vöðlupakka. Bæði filtsólann og vibram-sólann má negla.

FRÍ HEIMSENDING

Hreinsa val
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: alta-vodluskor-vibram Vöruflokkur: Flokkar: ,