Einhenduköst með Klaus Frimor

Einhenduköst með Klaus Frimor

Lærðu að kasta einhendu

Klaus Frimor, einn færasti flugukastari heims og yfirhönnuður hjá Loop, kennir okkur hér réttu handtökin þegar kemur að einhenduköstum. Farið er yfir grunntæknina í hefðbundnum fluguköstum sem og veltiköstum. Þá sýnir Klaus ýmislegt sem ber að varast og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt.   

Við vonum að sem flestir geti lært eitthvað af þessu kennslumyndbandi. 
Njótið stundanna á bakkanum – gleðilegt veiðisumar!