Opnun Blöndu 2019

Brynjar Þór Hreggviðsson með flottan lax úr Blöndu, 81 cm hrygnu af Breiðu suður sem tók Sunray Skull.

Veiði í Blöndu hófst í gær, 5. júní, venju samkvæmt kl. 07:00. Áin var í fallegu vorvatni, fremur svalt í veðri og stíf norðanátt. Fyrsti fyrsti fiskur sumarsins kom á land úr Damminum að sunnanverðu kl. 07:20 og var það Brynjar Þór Hreggviðsson sem landaði fallegri 78 cm hrygnu sem fékk frelsið að nýju. 

Fyrsta vakt gaf 8 laxa á bilinu 78 – 92 cm, allt nýgengnar hrygnur. Friggi, rauður og þýskur, hafa gefið flestu fiskana, en veiði hefur dreifst nokkuð jafnt á alla veiðistaði. Eftir þrjár vaktir voru komnir 17 laxar á land, sá stærsti 94 cm hrygna sem Ársæll Bjarnason landaði undir undir hádegi.

Reynir Sigmundsson með glæsilega 93 cm hyrgnu af Breiðunni sem tók 1″ Rauðan Frigga

2 umsagnir eru við færsluna: “Opnun Blöndu 2019

  1. zortilonrel says:

    I think other site proprietors should take this web site as an model, very clean and fantastic user friendly style and design, as well as the content. You are an expert in this topic!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.