Opnun Blöndu 2019

Brynjar Þór Hreggviðsson með flottan lax úr Blöndu, 81 cm hrygnu af Breiðu suður sem tók Sunray Skull.

Veiði í Blöndu hófst í gær, 5. júní, venju samkvæmt kl. 07:00. Áin var í fallegu vorvatni, fremur svalt í veðri og stíf norðanátt. Fyrsti fyrsti fiskur sumarsins kom á land úr Damminum að sunnanverðu kl. 07:20 og var það Brynjar Þór Hreggviðsson sem landaði fallegri 78 cm hrygnu sem fékk frelsið að nýju. 

Fyrsta vakt gaf 8 laxa á bilinu 78 – 92 cm, allt nýgengnar hrygnur. Friggi, rauður og þýskur, hafa gefið flestu fiskana, en veiði hefur dreifst nokkuð jafnt á alla veiðistaði. Eftir þrjár vaktir voru komnir 17 laxar á land, sá stærsti 94 cm hrygna sem Ársæll Bjarnason landaði undir undir hádegi.

Reynir Sigmundsson með glæsilega 93 cm hyrgnu af Breiðunni sem tók 1″ Rauðan Frigga