SDS Switch Kit Línukerfi

SDS Scandi er skothausakerfi frá Loop hannað fyrir tvíhendur og switch-stangir. Línukerfið samanstendur af þremur skothausum þ.e. flot, sökkhraða 3 og sökkhraða 5. Línan hentar ákaflega vel íslenskum aðstæðum enda samræmist lengd og þyngd hennar vel stærð okkar veiðisvæða.

23.990kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

SDS Scandi er í raun þrír skothausar í einum og samanstendur af  grunnlínu (e. body), þ.e flotlínu sem er 6,4 til 6,5 metrar að lengd auk þriggja úrskiptanlegra enda (e. tip) sem eru 3,6 til 4,5 metrar að lengd. Samanlögð lengd skothaussins er því 10-11 metrar, sem er að heita má fullkomin lengd fyrir íslensk ársvæði.

Skothausakerfið er hannað með lítt teygjanlegan kjarna sem tryggir betri hleðslu stangarinnar og gerir orkuflutninginn nær fyrirhafnarlausann. Með kerfinu má kasta flugu á lengra færi með mikilli nákvæmni en lengd haussins gerir stuttu köstin ekki síður nákvæm.

SDS Scandi er frábært alhliða skothausakerfi sem nýtist í allar aðstæður og þar með allar flugugerðir, þungar sem léttar. Lykkjur eru á öllum endum kerfisins sem eru afar sterkar, grannar og fyrirferðalitlar. Fyrir hægar til meðalhraðar stangir skal velja línunúmer í samræmi við línuþyngd stangarinnar. Fyrir hraðari stangir getur í sumum tilvikum borgað sig að velja einu númeri ofar en stöngin er gefin upp fyrir.

Hvernig er best að setja upp SDS Scandi Kit?
Á flugveiðihjólið kemur undirlínan innst, 20 – 40 punda að styrk, því næst SDS-runninglína, fyrir framan runninglínu kemur grunnlínan sem fylgir með pakkanum og þar fyrir framan endi, ýmist flot eða sökk.