Sandá – Flotlína

Sandá er vönduð heil tvíhendulína þar sem skothaus og rennilína mynda eina samfellda heild. Hún er hönnuð fyrir fjölbreyttar aðstæður og skilar öflugri frammistöðu bæði á stuttu og meðallöngu færi. Línan flýtur hátt, situr vel á vatninu og hentar jafnt fyrir veltiköst sem og yfirhandarköst.

21.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Sandá – Flotlína

Sandá er vönduð og vel hönnuð tvíhendulína þar sem skothaus og rennilína renna saman í eina samfellda heild. Línan er þróuð með fjölbreyttar veiðiaðferðir í huga og hentar einstaklega vel í meðalstórum ám þar sem nauðsynlegt er að geta brugðist við breytilegum aðstæðum.

Sandá er tiltölulega framþung og nýtist því einstaklega vel á stuttu færi þar sem unnt er að kasta línunni með aðeins lítinn hluta skothaussins fyrir utan stangartoppinn. Hún stendur sig þó einnig frábærlega við meðallöng köst, hvort sem veitt er með smáflugum eða túpum.

Sandá er fjölhæf lína sem hentar jafnt fyrir veltiköst sem og hefðbundin yfirhandarköst. Til að hámarka hleðslu stangarinnar við lengri köst er best að hafa litaskilin milli skothauss og rennilínu staðsett rétt við topp stangarinnar. Þannig næst aukinn kraftur og stöðugleiki í kastinu.

Helstu eiginleikar:

  • Skothaus og rennilína í samfelldri heild – engin samskeyti
  • Skilar áreynslulausum og nákvæmum köstum á stuttu og meðallögnu færi
  • Línan flýtur hátt, lágmarkar viðnám og bætir línustjórnun
  • Ný kynslóð TPE-kápu sem tryggir frábæra endingu
  • Handgerðar lykkjur á báðum endum fyrir auðveldar tengingar
  • Sterkur kjarni sem þolir mikið álag
  • Skörp litaskil auðvelda hleðslustaðsetningu og línustjórn