Vel hannaður bakpoki frá Patagonia sem nýtist í fjölbreyttum aðstæðum og er búinn mörgum góðum eiginleikum. Bakpokinn er framleiddur með vistvænum hætti, hann er léttur og leggst vel að baksvæðinu. Rúmmál pokans er 30 lítrar en í honum er stórt aðalhólf, ytri vasi með skjótum aðgangi og geymsluvasi að ofanverðu.
Á hliðum eru vasar s.s. undir vatnsbrúsa eða flöskur. Þá eru á pokanum margir tengipunktar og D-lykkjur, sem nýtast til að hengja ýmsa hluti, s.s. taumaspólur, þurrflugugel eða taumaklippur. Innbyggt háfaslíður er á hliðum pokans, sem hentar jafnt örvhentum sem rétthentum. Bakpokinn er framleiddur í Fair Trade vottaðri verksmiðju, sem þýðir að fólkið sem framleiddi hana fékk mannsæmandi (e. premium) laun fyrir.
Patagonia Guidewater Caramel Vatnsheldur Bakpoki
Patagonia Black Hole 100L Duffel Taska á hjólum - B. Green
Fishpond Wind River Roll-Top S.Camo Bakpoki
GL Losunartöng
Fishpond Thunderhead Sub. Pouch Þurrpoki - Eco S. Camo
Patagonia Stealth Hip Grey - Mittistaska
Patagonia Guidewater Blue - Mittistaska 











