Loop Bartek PrimaLoft Jakki

Bartek frá Loop er einstaklega vel hannaður Primaloft jakki. Hann sameinar mikla hlýju og lága eðlisþyngd. Efni jakkans er bæði vindhelt og vatnsvarið, svo notandinn helst þurr þótt það rigni svolítið.

42.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Bartek frá Loop er einstaklega vel hannaður Primaloft jakki. Hann sameinar mikla hlýju og lága eðlisþyngd. Efni jakkans er bæði vindhelt og vatnsvarið, svo notandinn helst þurr þótt það rigni svolítið. Bartek jakkinn veitir hlýju þótt hann blotni, en hann er framleiddur úr endurunnum efnum og húðaður með DWR (e. durable water repellent).

Einangrun jakkans er einnig úr endurunnum efnum, en í honum eru 80 grömm af PrimaLoft® Gold einangrun. Þökk sé P.U.R.E. tækninni veitir jakkinn framúrskarandi hlýju miðað við þyngd, á sama tíma og dregið er úr kolefnislosun í samanburði við hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Á jakkanum er rennilás að framan og tveir renndir vasar á hliðum. Að innanverðu er renndur vasi en í hann má pakka jakkanum sjálfum til að spara pláss þegar ferðast er.