Loop Leipik PrimaLoft Jakki (Dömu)

Hágæða PrimaLoft jakki frá Loop sem er hluti af kvenfatalínu fyrirtækisins. Leipik er frábær flík sem nota má innundir vöðlujakkann, einan og sér eða í hverskonar útivist. Jakkinn er einstaklega léttur en með háa varmaleiðni, hann er tekinn saman í mitti og hannaður til að falla vel að notandanum.

39.900kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Hágæða PrimaLoft jakki frá Loop sem er hluti af nýrri kvenfatalínu fyrirtækisins. Leipik er frábær flík sem nota má innundir vöðlujakkann, einan og sér eða í hverskonar útivist. Jakkinn er einstaklega léttur en með háa varmaleiðni, hann er tekinn saman í mitti og hannaður til að falla vel að notandanum.

Loop hefur framleidd Leipikjakka fyrir karlmenn um nokkurt skeið en hafa nú sett fram nýja línu fyrir veiðikonur. Kvenjakkinn heldur betur varma en allir aðrir jakkar Loop miðað við þyngd. 80 gramma Primaloft® einangrunin hefur léttleika og varma dúns, en varmaleiðnin helst 100% þrátt fyrir að jakkinn blotni. Endingargóð nælonfilman, sem er bæði vatnsheld og vindheld, er einangrandi gegn vindi, regni og snjó.

Leipikjakkinn er ögn léttari en Onka-jakkinn. Hann er gott val sem miðlag í kuldafatnaði eða sem yfirhöfn á svölum vor- og sumardögum. Hann er ótrúlega léttur og honum má hnoða saman í eigin vasa þannig að afar lítið fer fyrir honum. Hann er þægileg viðbót í allar ævintýraferðir og getur oft komið sér vel.