Loon taumaklippur með hnútaáhaldi

1.290kr.

Taumaklippur frá Loon úr ryðfríju stáli ásamt áhaldi til þess að binda nagla- eða nálarhnútinn. Á klippunum er nál til þess að hreinsa öngulauga. Notkunin er reyndar afar einföld. Taumurinn er lagður í raufina og sverari endi taumsins látinn standa út af og látinn liggja í skorunni. Sverari endanum er svo vafið fimm sinnum um áhaldið og síðan smeygt undir vafninginn sem er haldið stöðugum með þumalfingrinum. Nú má smeygja flugulínunni inn í raufina og herða að. Þá er kominn slettur og sterkur hnútur.