Monomaster Taumagleypir

Hver kannast ekki við það að skipta um taum á flugulínunni og vita svo ekkert hvað skal gera við efnið? Oftast endar það í vasa veiðimanna, í töskunni, vestinu eða það sem verra er – einhverstaðar í náttúrunni. Monomaster er sniðug lítil umhverfisvæn græja sem er hönnuð til að leysa þetta vandamál og geyma notaða tauma og taumaefni.

3.295kr.

Á lager

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Hver kannast ekki við það að skipta um taum á flugulínunni og vita svo ekkert hvað skal gera við efnið? Oftast endar það í vasa veiðimanna, í töskunni, vestinu eða það sem verra er – einhverstaðar í náttúrunni. Monomaster er sniðug lítil umhverfisvæn græja sem er hönnuð til að leysa þetta vandamál og geyma notaða tauma og taumaefni.

Taumaefni sem framleitt er úr næloni brotnar ekki niður í náttúrunni, nema á mjög löngum tíma. Það getur því reynst banvæn gildra fyrir mörg dýr. Sérstaklega eru fuglar og lítil spendýr viðkvæm þar sem þau hafa tilhneigingu til að nota það sem varpefni. Þess vegna er nauðsynlegt að halda nælonúrgangi frá umhverfinu og farga á ábyrgan hátt í ruslatunnuna!