Oros Strike Indicators Tökuvarar

Oros strike indicators eru einhverjir bestu tökuvarar sem koma hafa á markað. Taumurinn liggur í gegnum þá miðja svo áhrifin á fluguköstin verða mun minni en ella. Á þeim eru engir smáir hlutir sem losna af og týnast. Þeir eru straumlínulaga svo það er ekkert sem truflar rek þeirra.

2.095kr.

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Oros strike indicators eru einhverjir bestu tökuvarar sem koma hafa á markað. Taumurinn liggur í gegnum þá miðja svo áhrifin á fluguköstin verða mun minni en ella. Á þeim eru engir smáir hlutir sem losna af og týnast. Þeir eru straumlínulaga svo það er ekkert sem truflar rek þeirra.

Hönnun Oros tökuvaranna er þrælsniðug. Þeir eru búnir til úr einskonar frauðkúlu sem skiptist í tvo jafna hluta og skrúfast saman. Í þeim miðjum er rauf fyrir tauminn svo hann situr kyrfilega þegar veitt er. Leikur einn er að færa tökuvarann upp og niður tauminn, aðeins þarf að skrúfa hlutina ¼ hring og herða aftur.

Oros tökuvarar koma í þremur mismunandi stærðum sem hentar við ólíkar aðstæður. Large er 2,67 cm, Medium er 2,16 cm og small er 1,65 cm. Á hverju spjaldi eru þrír tökuvarar í hvítum, bleikum og appelsínugulum lit.

Stærsta gerðin, Large, hentar í stærri ársvæði þegar veitt er með mörgum þungum púpum. Þeir eru ákjósanlegir þegar öldugangur er og erfitt að fylgjast með yfirborðinu. Medium gerðin hentar vel í andstreymisveiði á svæðum á borð við Brúará, Sogið, Laxárdal og Mývatnssveit. Þeir fljóta vel, jafnvel þótt notaðar sé 2 til 3 tungsten púpur. Minnsta gerðin, small, hentar í alla almenna silungsveiði, hvort heldur í vatnaveiði eða straumvatn.