Laerdal vöðlupakki II inniheldur dömuvöðlur frá Guideline sem framleiddar úr þriggja og fjögurra laga nælonefnum. Þeim fylgja Laredal vöðluskórnir sem koma með góðum vibramsóla. Flottur pakki fyrir allar veiðikonur.
Laerdal eru smart dömuvöðlur frá Guideline sem hannaðar eru með þarfir veiðikvenna í huga. Vöðlurnar eru framleiddar úr þriggja laga efni ofan mittis, en níðsterku fjögurra laga efni að neðan. Þær eru í reynd hefðbundnar önundarvöðlur sem þó má breyta í mittisvöðlur á afskaplega einfaldan hátt. Vöðlurnar eru með kvensniði og sitja tiltölulega hátt yfir bringuna en að auki er mittið stillanlegt, svo þægindi verði sem mest.
Einn stór vasi er framan á vöðlunum sem fellur út þegar hann er opnaður. Aftan við hann er fóðraður opinn vasi til að verma hendur. Þá er á vöðlunum festingar fyrir veiðitólin, s.s. taumaklippur og losunartöng. Sokkarnir eru framleiddir úr náttúrulegum gúmmíefnum og mótaðir á þann hátt að þeir krumpist síður. Sandhlífar eru áfastar og úr samskonar efni, en þær falla vel yfir vöðluskóna. Vöðlunum fylgir teygjanlegt nælonbelti, en það er má að staðsetja eftir þörfum hverrar og einnar. Vöðlurnar eru fáanlegar bæði í Regular og Queen-stærðum.
Laerdal vöðluskórnir eru hannaðir fyrir konur og eru, líkt og vöðlurnar, hluti af öðrum flíkum Laerdal-seríunni frá Guideline. Skórnir eru léttir og sitja vel, en eru á sama tíma stöðugir og styðja vel við ökklana. Þeir eru með Vibram® Idrogrip klístraðan gúmmísóla sem gefur öruggt grip á blautu yfirborði, fullkomnir þegar vaðið er og í langar göngur meðfram ám og vötnum.