Guideline Elevation Tvíhendupakki 13‘ #8/9

> Fislétt tvíhenda með mikið afl
> Flott í meðalstórar og stórar laxveiðiár
> Stönginni fylgir Halo hjól og Compact skothaus
> Vegur 186 gr. – línuþyngd 31-34 gr.

139.900kr.

Vinsamlega veldu inndrátt fluguhjólsins:

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Flottur fluguveiðipakki sem inniheldur Elevation flugustöng, Halo fluguveiðihjól, undirlínu, TSL 2.0 rennilínu og 3D+ Compact skothaus eða aðra sambærilega línu. Vinsamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu.

Elevation flugustangirnar eru afar léttar meðalhraðar stangir sem gerðar eru fyrir breiðan hóp veiðimanna. Hönnun og framleiðsla stanganna er um margt framúrstefnuleg en stangarpartar þeirra eru umtalsvert umhverfisvænni en gengur og gerist. Þetta er sú stefna sem Guideline hefur tekið í átt að nútímalegri framleiðsluþáttum. Stangirnar eru framleiddar eins efnislitlar og kostur er án þess að það komi niður á kasteiginleikum eða styrk. Toppurinn er afar næmur en um leið stöðugur og hleðst stöngin með jöfnu átaki niður í skaft. Hraði stangarinnar er þannig heppilegur fyrir þá sem eru að byrja í fluguveiði, en stöngin fyrirgefur vel mistök á kastferlinum. Elevation eru nákvæmar stangir og með þeim er unnt að ná miklum línuhraða.

Stönginni fylgir Halo fluguveiðihjól frá Guideline sem framleitt er úr renndu áli. Hjólið er smekklega hannað, afar eðlislétt og meðfærilegt. Það algjörlega lokað svo ekki er hætta á að línan festist á milli hjólsins og spólunnar. Halo er með vatnsþéttu og öflugu diskabremsukerfi sem er að heita má viðhaldsfrítt. Hjólið er breiðkjarna (e. full frame) sem gerir veiðimönnum kleift að ná slaka línunnar inn hratt, auk þess sem hönnunin dregur úr líkum á línuminni.

Hjólið er uppsett með undirlínu, TSL 2.0, sem er grönn rennilína, og 3D+ Compact skothaus þar fyrir aftan. Hausinn er rúmir 8 metrar og hentar frábærlega í stærð íslenskra ársvæða. Línan heldur góðu jafnvægi og kastar þungum og efnismiklum flugum með lítilli fyrirhöfn. Unnt er að ná fram löngum köstum, en skothausinn hentar þó einnig á styttra færi sem gerir hann að frábærri alhliða flugulínu. Uppbygging skothaussins gerir línustjórnun mjög einfalda og skilvirka auk þess sem hleðsla stangarinnar verður ákaflega áreynslulaus.

Elevation tvíhendupakkinn er virkilega athyglisverður og á afar sanngjörnu verði.