Fishpond Flathead Sling Axlartaska

Fishpond Flathead axlartaskan er ákaflega vel hönnuð, lipur og aðgengileg. Unnt er að breyta axlaról töskunnar þannig að hana megi nota yfir vinstri eða hægri öxlina, þökk sé tvíhliða hönnuninni.

29.995kr. 22.496kr.

Vara uppseld

  • 30 daga skilaréttur
  • Frí heimsending á pöntunum yfir 12.000 kr.
  • Fjölmargir greiðslumöguleikar

Fishpond Flathead axlartaskan er ákaflega vel hönnuð, lipur og aðgengileg. Taskan var valin sú besta í sínum flokki á IFTD sýningunni 2019. Unnt er að breyta axlaról töskunnar þannig að hana megi nota yfir vinstri eða hægri öxlina, þökk sé tvíhliða hönnuninni.

Á töskunni er eitt stórt aðalhólf með færanlegum skilrúmum svo hægt sé að halda skipulagi. Í lokinu er frauðpaddi undir flugurnar, auk rennds vasa fyrir smádótið. Að framan er stór vasi sem opnast og lokast með segullás. Tækjafestingar eru víðsvegar á töskunni, s.s. á hliðum, á loki og axlarböndum. Þá eru tveir stórir vasar á hliðum undir vatnsbrúsa eða önnur drykkjarílát. Bak töskunnar er hannað undir veiðiháfinn, þ.e. skaft háfsins gengur inn í þar til gert slíður og situr háfurinn þannig fastur. Auðvelt er að færa og stilla axlarólarnar eftir tilefni hverju sinni.

Stærð töskunnar er 36 x 13 x 27 cm, hún vegur 0,7 kg og rúmar 10 lítra.