4 Cast flugulínan er sannkölluð klassík frá Guideline. Hún einhver söluhæsta flotlína allra tíma. Þessi nýja kynslóð línunnar kallast 4Cast+ og hefur verið endurbætt með minna línuþvermáli og ögn þykkari rennilínu. Breytingar gera línuna hæfari til að kasta á lengra sem skemmra færi. Ekki er lengur þörf á að hafa allan hausinn fyrir framan stangartoppinn ef ætlunin er að veiða nærri sér. Þegar línunni er kastað má finna hvernig þyngdinni er dreift jafnt um skothausinn, sem skapar gott jafnvægi í fluguköstunum.
Framhluti línunnar (e. front taper) er tiltölulega stuttur svo auðvelt er að hlaða stöngina, jafnvel þótt allur hausinn sé ekki út fyrir stöngina. Mjög þægilegt er að stjórna línunni og er örlítil töf í framkastinu til að auðvelda löng köst og auka nákvæmni. 4Cast+ er frábær alhliða lína, bæði í yfirhandarköst og veltiköst. Línan er byggð á fléttuðum fjölþráðum kjarna og er litur hennar ólívugræn og grár. Á henni eru fíngerðar lykkjur á báðum endum. 4 Cast+ er fáanleg í línuþyngdum WF4F til WF8F.