Nextcast Flugulínur

Nextcast Flugulínur

Upphaf Nextcast

Nextcast er bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á flugulínum. Upphaflega eru þær hugarfóstur Simons Hsieh, sem hefur hannað og þróað spey-línur til margra ára. Línurnar búa að einstakri kasthæfni og geta velt við léttum sem þungum flugum í hverskonar veðuraðstæðum. Nextcast eru á margan hátt einstakar línur og er fjöldi ánægðra veiðimanna víða um heim ef til vill besti vitnisburðurinn um ágæti þeirra.

Ástríða fyrir Spey-köstum

Á síðustu árum hefur Nextcast tekið höndum saman við laxveiðimenn, atvinnumenn í fluguköstum auk söluaðila í Skandinavíu. Sameiginlegt markmið þessara aðila hefur verið að hanna hinar fullkomnu Spey-línur. Það hefur svo sannarlega gengið eftir, enda eru Nextcast tvíhendulínurnar nú þær allra vinsælustu í Norður-Evrópu. Þær eru einkum hannaðar til veiða á laxi, en nýtast að sjálfsögðu í annarskonar veiðiskap.

Hannaðar til að virka

Allar flugulínur Nextcast eru enn framleiddar í Bandaríkjunum undir stjórn Simons. Það sem hefur einkum breyst að undanförnu er að þróunarferlið er orðið enn betra, bæði lengra og skilvirkara. Nú hafa allar línur sem koma á markað undirgengst prófanir í raunverulegum aðstæðum, m.a. í laxveiðiám Noregs, Svíþjóðar og nú á Íslandi. Þetta tryggir að sérhver lína sem kemur á markað hefur staðist ítarlegar prófanir í þeim aðstæðum sem hún er hönnuð fyrir.

Einstök uppbygging

Allir sem handleika Nextcast flugulínur finna hversu sléttar og mjúkar þær eru viðkomu. Kápa línanna er úr því sem nefnist TPE-coating og er ein ástæða þess hve vel þær virka. Þá skiptir uppbygging og þyngdardreifing línanna ekki síður miklu máli. Ólíkt mörgum öðrum línum mjókka Nextcast línurnar vel fram (e. front taper), en aftari hluti þeirra ekki. Þetta skapar mikinn kraft í fluguköstunum og gerir það að verkum að línurnar henta reyndum sem óreyndum veiðimönnum.

Hin heilaga þrenning

Veiðiflugur bjóða upp á þrjár gerðir af tvíhendulínum frá Nextcast. Þær eru valdar sérstaklega fyrir íslensk ársvæði og nýtist hver og ein í ólíkan veiðiskap.

Fyrsta íslenska flugulínan?

Það hefur lengi skort á markaðinn góða heila tvíhendulínu sem nýtist í fjölbreyttum aðstæðum. Í samstarfi við Nextcast fóru Veiðiflugur af stað með að hanna heila tvíhendulínu án samskeyta skothauss og rennilínu.

Markmiðin voru þessi:

 • Að línan nýtist í ólíkum aðstæðum.
 • Að línan fljóti vel og henni sé auðvelt að kasta.
 • Að rennilínan sé hæfilega þykk svo hún renni auðveldlega í gegnum lykkjur stangarinnar.
 • Að línuna sé auðvelt að meðhöndla og „strippa“.
 • Að lengd línunnar taki mið af stærð íslenskra ársvæða.
 • Að línan rétti úr löngum taumum og leggist mjúklega.

Nú, mörgum misheppnuðum tilraunum síðar, er afraksturinn loksins orðinn að veruleika og Zone Iceland hefur verið hönnuð að fullu. Að okkar mati er hún besta heila tvíhendulínan sem komið hefur fram á sjónarsviðið – án nokkurs hlutleysis.

Nextcast Zone 2D

Zone 2D er frábær tvíhendulína sem er í raun sambland af Scandi og Skagit. Skothausinn er hugsaður þannig að með honum skulu notast endar, ýmist flot eða sökk. Þannig má nota línuna í mismunandi aðstæðum og skipta endunum út eftir hvernig skal veitt.

 • Hentar þeim sem veiða bæði létt og þungt
 • Nýtist þannig sem flot- og sökklína
 • Mjög auðvelt að kasta
 • Ræður við léttar sem þungar flugur

Skothausinn fer best með 10-15 feta endum, eftir línuþyngd, og fást þeir frá floti niður í sökkhraða 5/7. Frábær lína sem dregur fram það besta í veiðimanninum. Hún nýtist í hverskonar aðstæðum, bæði á styttra og lengra færi. Hún getur lagst mjúklega þegar þörf er á, en hana má einnig nota í grófari veiðiskap. Zone 2D er ein mest selda tvíhendulínan í laxveiðinni í dag.

Nextcast Core16

Core16 er mjög stuttur Skagit-haus sem hannaður er til að kasta stórum flugum og þungum sökkendum. Hún er tilvalin í stærri laxveiðiár þar sem koma þarf flugunni niður til fisksins.

 • Hentar í stórar laxveiðiár
 • Kastar þungum sökkendum
 • Frábær í túpuveiði

Core16 er einstök lína sem er aðlöguð að sérstökum aðstæðum. Það sem aðgreinir þessa línu frá öðrum svipuðum er að hún getur kastað þyngstu sökkendum og flugum án nokkurrar fyrirhafnar. Línan er hugsuð í veiðiár þar sem notkun á sökkendum er mikil. Hún hentar því fullkomlega í ár á borð við Eystri- og Ytri Rangá, Ölfusá, Hvítá, Þjórsá og Skjálfandafljót, svo einhverjar séu nefndar.

Nextcast vörurnar

Nextcast Zone Iceland

Heil tvíhendulína hönnuð fyrir íslenskar aðstæður.

Skoða

Nextcast Zone 2D

Tvíhendulína sem sameinar Scandi og Skagit.

Skoða

Nextcast Core16

Stuttur Skagit haus í þungan veiðiskap.

Skoða

Nextcast Tips

Flot- og sökkendar fyrir Zone 2D og Core16.

Skoða

Nextcast Air runninglína

Frábær rennilína sem flýtur hátt.

Skoða