Kamasan hnýtingakrókar

Kamasan fluguhnýtingakrókar - yfirlit

Kamasan er einn vandaðasti krókaframleiðandi heims, en vörur fyrirtækisins hafa fyrir löngu sannað gildi sitt. Vörumerkið þekkja flestir enda krókarnir reynst íslenskum veiðimönnum vel í gegnum tíðina. Kamasan framleiðir margar gerðir af veiðikrókum, s.s. túpukróka í nokkrum útfærslum, en einnig mikið úrval fluguhnýtingakróka.

Erfitt getur reynst að finna þann krók sem hentar hverju sinni og því hafa Veiðiflugur nú tekið saman yfirlit, yfir alla hnýtingaöngla frá Kamasan, til að auðvelda fluguhnýturum leitina.  

Kamasan B100 grubber krókur

Heiti: B100 (Trout, Shrimp & Buzzer)
Stærðir: 10-16
Notkun: Til hnýtinga á rækjum eða lirfum. Fáanlegir í bronsi (B100), gulli (B100G) eða silfri (B100N).

Kamasan B-110 grubber krókur

Heiti: B110 (Grubber)
Stærðir: 10-16
Notkun: Samskonar krókur og B100 nema úr sverari og sterkari vír. Ef hnýta á stærð #8 má nota B420 krókinn í staðin.

Heiti: B120 (Wet Fly Supreme)
Stærðir: 8-16
Notkun: Hefðbundinn votfluguöngull, nokkuð styttri en B170 og B175.

Heiti: B130 (Trad Wet Fly)
Stærðir: 8-16
Notkun: Áþekkur B120króknum nema vírinn er heldur sverari og því þyngri.

Heiti: B160 (Trout, Medium, Short Shank)
Stærðir: 6-16
Notkun: Ætlaður til hnýtinga á mýflugum, köngulóm, eða nymfum. Krókurinn er 3X stuttur.

Heiti: B170 (Trout, Medium Traditional)
Stærðir: 2-16
Notkun: Fyrir votflugur og nymfur.  

Heiti: B175 (Trout, Heavy Traditional)
Stærðir: 2-16
Notkun: Fyrir votflugur, nymfur og straumflugur. Þessi öngull er þyngri og sterkari en B170.

Heiti: B180 (Low Water Salmon Single)
Stærðir: 4-12
Notkun: Léttur en sterkur laxaöngull, s.s. til notkunar sem hitch og þá með portlandsbragði.

Heiti: B190 (Deepwater Salmon Single)
Stærðir: 2/0-2
Notkun: Stórar einkrækjur til hnýtinga á lax- eða sjóbirtingsflugum, nokkuð þyngri en B180.

Heiti: B200 (Trout Deepwater Nymph)
Stærðir: 6-16
Notkun: Ætlaður til veiða á stórum silungi, til hnýtinga á straumflugum eða nymfum.

Heiti: B220 (Black Nymph)
Stærðir: 6-14
Notkun: Boginn langur nymfuöngull með svartri keramikáferð.

Heiti: B270 (Trout Double Traditional)
Stærðir: 6-14
Notkun: Silungatvíkrækja fyrir venjulegar vot- eða straumflugur. Má einnig nota sem laxveiðikróka. Einnig fáanlegar í silfri (B270N).

Heiti: B280 (Low Water Salmon Double)
Stærðir: 4-12
Notkun: Létt hefðbundin laxatvíkrækja, svört að lit.

Heiti: B380 (Low Water Salmon Treble)
Stærðir: 4-16
Notkun: Svört laxaþríkrækja.

Heiti: B400 (Trout Emerger Surface Film)
Stærðir: 10-16
Notkun: Fyrir léttklæddar þurrflugur sem mara í hálfu kafi.

Heiti: B401 (Trout Whisker Barb)
Stærðir: 8-20
Notkun: Agnhaldslítill þurrfluguöngull

Heiti: B402 (Trout Barbless )
Stærðir: 14-18
Notkun: Agnhaldslaus þurrfluguöngull

Heiti: B405 (Trout Sub Surface)
Stærðir: 8-20
Notkun: Votfluguöngull, 1X stuttur.

Heiti: B410 (Smuts. Midges)
Stærðir: 12-22
Notkun: Til hnýtinga á mýi og smáum þurrflugum.

Heiti: B420 (Sedges)
Stærðir: 8-16
Notkun: Fyrir vorflugueftirlíkingar og aðrar púpur

Heiti: B440 (Trout Dry Fly Traditional)
Stærðir: 8-20
Notkun: Klassískur þurrfluguöngull, 1X stuttur.

Heiti: B800 (Trout Classic Lure – Extra Long)
Stærðir: 1-14
Notkun: Fyrir tálbeitur, straumflugur og langa nymfur. Krókurinn er 4X langur. Einnig fáanlegir í nokkrum litum í B800C.

Heiti: B810 (Trout Lure Extra Long – Cranked Shank)
Stærðir: 6-14
Notkun: Langur straumfluguöngull sem er beygður þannig að bugurinn geti snúið upp.

Heiti: B820 (Lure Nymph Muddlerk)
Stærðir: 4-12
Notkun: Fyrir straumflugur og ýmsar tálbeitur, 4X langur.

Heiti: B830 (Trout Classic Lure Long)
Stærðir: 2-16
Notkun: Fyrir millistærðir á nymfum, votflugum og dægurflugum (e. May fly). Krókurinn er eins og B800 krókurinn en er 2X langur í stað 4X.

Flugur í fluguboxi - fluguhnýtingar