Flytec er vönduð hnýtingaþvinga frá Stonfo með innbyggðum 360° snúningsás. Þvingan er kjörin til allra almennra hnýtinga, í laxaflugur jafnt sem silungaflugur. Skaft þvingunnar er úr ryðfríu stáli og snýst í gegnum tvær nákvæmar kúlulegur. Unnt er að stilla snúningsspennu að vild og læsa hausnum á 0°.
Þvingan stendur á góðum borðfæti og er hún bæði fyrirferðarlítil og létt. Henni fylgja þrír mismunandi kjammar úr hertu stáli, sem skipta má um eftir því hverskonar fluga skal hnýtt. Flytec þvingunni fylgir spóluvagga (e. bobbin cradle), fallhlífartöng (e. paracute plier), stillanleg gormaklemma auk miðjumælis.
CND Gravity Voyager 12,7' #7/8 6pc
Loon Razor 5“ Hnýtingaskæri
Guideline LPX Tactical Einhendupakki 9' #7
Costa Irie Gold Veiðigleraugu 580G
Guideline NT11 Salmon 13,9' #8/9
Morsetto Flylab Lever Hnýtingaþvinga 




