Nano Silk er sterkasti hnýtingaþráðurinn á markaðnum, svo sterkur að erfitt er að slíta hann við hnýtingar. Hann er 10x sterkari en stál að sama þvermáli. Þráðurinn er alveg flatur og því má vefja honum margoft áður en efnið fer að hlaðast upp á flugunni. Með þræðinum má því framkalla netta búka og hausa án þess að endingu flugunnar sé fórnað.
Nano Silk 200D 3/0 þráðurinn er sá sverasti af línunni frá Semperfli. Hann er hannaður til hnýtinga á stórum flugum, s.s. straumflugum og saltvatnsflugum. Þessi þráður hentar best í krókastærðir #4-2/0, jafnvel stærri. 100 metrar eru á hverju kefli og er þráðurinn fáanlegur í hvítu og svörtu.
Pinnasett í þvingu fyrir túpur
Stonfo Fluguhnýtingasett
Stonfo Hnýtingakambur
CND Gravity 12,2' #8/9
Bodkin - Nál með krók
Elite Fluguhnýtingasett
Tubefly Fluguhnýtingasett
CND Gravity 16' #11
Frödin Túpuveski – Medium ‘X‘
Morsetto Airone Ferðahnýtingaþvinga
Stonfo Flytec Base Hnýtingaþvinga
Tacky Original Flugubox
CND Gravity 9' #7
360 Dubbing tól
Stonfo Razor - Hársnyrtitól
Zap-A-Gap Lím með bursta 



