Bacton er vönduð og fjölhæf húfa frá Sealskinz, hönnuð fyrir kalda og vota daga. Hún er byggð upp í þremur lögum með Aquasealz™ vatnsheldri himnu í miðjunni sem stöðvar rigningu og snjó án þess að hindra öndun. Ytra lagið er úr endingargóðri akrýl- og polyesterblöndu prjónaðri í þétt og slitsterkt munstur sem heldur lögun sinni og veitir góða vörn gegn vindi.
Innra lagið er mjúkt flís-fóður sem heldur hita frábærlega og eykur þægindi, án þess að þyngja húfuna. Þessi samsetning gerir Bacton að áreiðanlegu vali fyrir fjölbreyttar aðstæður, allt frá göngum í kuldalegu borgarveðri til langra daga á veiðislóð.
Áreiðanleg vatnsheld húfa
Hlý og stílhrein húfa frá Sealskinz sem er að fullu vatnsheld. Húfan heldur höfðinu heitu og þurru í rigningu, snjó eða öðrum krefjandi aðstæðum. Hún er kjörin til alhliða nota á Íslandi enda stendur hún af sér hraustlegustu lægðir.
Tilvalin í hverskonar útivist
Húfan er tilvalin í veiðina, gönguferðir, hjólreiðar, útileguna eða í útivinnuna. Hún kemur sannarlega að góðum notum þegar kalt og blautt er í veðri.
Notaleg húfa með 100% vatnsheldni
Sealskinz notar einstaka þriggja laga uppbyggingu í húfuna með 100% vatnsheldri filmu að utanverðu, en einangrandi flísefni að innanverðu.
Fishpond Blue River Mittistaska
Guideline Phatagorva Rusty Brown Ullarúfa 







