Áreiðanleg vatnsvörn í öllum aðstæðum
Uppfærð útgáfa af vatnsheldum sokkum frá Sealskinz sem tekst enn betur á við kulda og rigningu. Rakir og kaldir fætur valda notandanum óþægindum við iðju sína. Doða í tám, blöðrur og frostbit má forðast með notkun þessara vatnsheldu sokka. Þá má nota í fjölbreyttu hitastigi, í rigningu og snjó eða innanundir vöðlur og í útiskóm.
Hannaðir til að halda fótunum þurrum og hlýjum
Sealskinz notar einstaka þriggja laga uppbyggingu í sokkana með 100% vatnsheldri filmu að utanverðu, en úrvals merino-ull að innanverðu. Ullin veitir mikla hlýju og dregur úr svitamyndun. Ytra byrði sokkanna er úr nælonefni með fjögurra þátta teygju sem tryggir aukin þægindi og meiri hreyfanleika.
Auka lag fyrir meiri hlýju
Sokkarnir eru hannaðir með aukna hlýju í huga og því gerðir úr fínustu merino-ull. Að auki hefur auka lagi verið komið fyrir í sokkunum til að gera þá enn hlýrri.
Tilvaldir í hverskonar útivist
Vatnsheldir sokkar eru heppilegir í aðstæðum þar sem hætta er á að fæturnir blotni. Þeir henta því í gönguferðir, hjólreiðar, fjallgöngu, veiðina eða útivinnuna.
Gerðir fyrir þægindi
Sokkarnir eru hannaðir með hnökralausri aðferð til aukinna þæginda. Tásaumar eru flatir og aukinn stuðningur hafður í hæl og við ökkla. Þannig verður upplifun notandans betri með þægindi í fyrirrúmi.
Handsaumaðir og prófaðir
Sérhvert sokkur er handsaumaður í Bretlandi og er vatnsheldni þeirra prófuð áður en þeir fara á markað.