Stealth er frábært veiðivesti frá Patagonia sem býr að mörgum góðum eiginleikum, enda fjölhæft og þægilegt notkunar. Vestið er framleitt úr 100% endurunnu pólýesteri með teygjanlegum hliðum til að tryggja góða hreyfigetu. Framan á vestinu eru tveir djúpir renndir vasar auk margra minni vasa sem rúma allt sem þarf við veiðar. Að auki eru nokkrir lokanlegir öryggisvasar fyrir símann, bíllykla og annan búnað. Í vestinu er innbyggður stangahaldari sem kemur sér vel þegar skipta þarf um flugu út í vatni. Þá er á því flugupaddi auk margra festipunkta fyrir áhöld.
Á hliðum eru bönd til að stækka og minnka vestið eftir því hve vel klæddur notandinn er. Aftan á vestinu er stórt rennt hólf sem má nýta undir fatnað, nesti eða annan búnað. Stealth veiðivestið er framleitt í Fair Trade vottaðri verksmiðju.